fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Hallgrímur ósáttur: Nánasarleg kveðja frá fulltrúum ríkasta fólks landsins – Segir Svanhildi hafa um tvennt að velja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur gagnrýnir Viðskiptaráð harðlega vegna umsagnar sem ráðið birti í Samráðsgátt um breytingar á lögum um listamannalaun.

Breytingar í frumvarpinu fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Starfslaunamánuðum yrði fjölgað úr 1.600 í 2.850 á 4 árum. Kostnaður við listamannalaunin í dag eru 978 milljónir en verður 1.678 milljónir þegar fullri hækkun verður náð.

Í umsögn sinni bendir ráðið á að útgjöld til menningarmála séu með því mesta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði og því sé eðlilegra að horfa til forgangsröðunar innan málaflokksins.

„Nái frumvarpið fram að ganga verða útgjöld til menningarmála aukin um rúm 70%. Vert er að benda á að útgjöld til þessa málaflokks eru óvíða hærri en á Íslandi þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagi. Sé pólitískur vilji til þess að auka framlög til listamannalauna ætti að forgangsraða fjármunum innan núverandi ramma en ekki auka útgjöld,“ segir enn fremur í umsögninni.

Eins og skrifað af ólögráða frjálshyggjudreng

Hallgrímur fjallar um umsögnina á Facebook-síðu sinni.

„Ráðið leggst alfarið gegn áfangaaukningu starfslauna um 700 milljónir! Og segir að með því aukist útgjöld til menningarmála um 70%! Teiknuð er upp tafla sem á að sýna að Ísland leggur næstmest í menningu sína af öllum löndum. Birtingin á að vera neikvæð en er auðvitað okkur til hróss ef rétt er með tölur farið.“

Hallgrímur segir að tal um 70% aukningu sé fráleitt.

„Viðskiptaráð virðist halda að starfslaunakostnaður stjórnvalda sé öll útgjöld til menningarmála! Þessi umsögn er sem skrifuð af ólögráða frjálshyggjudreng. Þetta undarlega batterí með sitt stóra staff gleymir útgjöldum til safna, sinfóníu, leikhúsa, ríkisútvarps, bókaútgáfu, bókasafna, you name it. Það er eins og ráðið sé með óráði og þekki bara ekki samfélag sitt, hafi aldrei út fyrir Borgartúnið komið. Eða hvað er eiginlega á veggjunum þarna hjá því? Bara plaköt af Trump og Talibönum?“

Sjá einnig: „Enginn vinnur lengri vinnudag en listamenn sem sinna köllun sinni af krafti“

Undarlegt að fá slíka kveðju

Hallgrímur er ómyrkur í máli og segir að viðskiptaráð sé rekið af stórfyrirtækjunum í landinu og þjóni því ríkasta prósenti Íslands.

„Hvað skyldi árs-budgetið þeirra vera? Það er undarlegt að fá slíka kuldakveðju frá þessu fólki til okkar sem ultum út úr skólum af því köllunin fann sér ekkert nám við hæfi og urðum að spjara okkur á smásporslum hér og þar og höfum alltaf baslað lífið út í gegn bara til að geta sinnt okkar. Starfslaunin hafa verið okkar líflína og nú krefst fjölgun landsmanna þess að þeim sé fjölgað. En þá fáum við svona nánasarlega kveðju frá fulltrúum ríkasta fólks landsins. Þau sem höndla með milljarða dag frá degi tíma ekki 700 milljónum í ALLT LISTAFÓLK landsins. Þau eru kannski svona vön því að fá sína fjársjóði frítt, eins og þau fengu fiskinn og firðina, að þau virðast halda að þau geti líka fengið menninguna frítt?“

Hallgrímur lætur Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, fá það óþvegið í færslu sinni.

„Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs var nýlega skipuð væntanlegur sendiherra okkar í USA, í krafti klíkinda við ráðherra utanríkismála, þrátt fyrir að hafa aldrei í útlöndum búið. Við vitum öll að stór hluti sendiherrastarfsins er að breiða út og kynna íslenska menningu. Eftir að hafa sent þessa umsögn inn í Samráðsgáttina hlýtur Svanhildur Hólm Valsdóttir að þurfa að velja: Annaðhvort dregur hún hana til baka eða segir sig frá sendiherradjobbinu. Það er ekki hægt að gefa skít í menninguna í dag og ætla svo að brosa með henni á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“