fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Tómas styður Baldur og dregur eigið framboð til baka – „Ég stíg niður af þessu sviði með reisn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 22:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitamaðurinn Tómas Logi Halldórsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Þess í stað lýsir hann yfir stuðningi við Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing, sem sem tilkynnti framboð sitt í dag.

Tómas Logi segir í tilkynningu:

„Ég hef ákveðið að draga til baka framboð mitt til embættis forseta Íslands.

Ein af ástæðunum er sú að eins og staðan er í dag hef ég aðeins fengið rétt rúmlega 10% af þeim fjölda sem þarf til þess að framboðið geti talist gilt. Miðað við þennan fjölda verð ég að horfast í augu við þá staðreynd að það séu ekki miklar líkur á að góðu gengi í kosningunum þó svo að lágmarksfjöldi meðmæla myndi nást.

Önnur ástæðan er sú að í hádeginu í dag hlustaði ég á ræðu Baldurs Þórhallssonar og hugsaði með mér að ég yrði enn stoltari af því að vera íslendingur en ég er í dag með þennan mann sem forseta.

Með þeim orðum lýsi ég hér með yfir stuðningi mínum við framboð Baldurs og Felix

Það hefur verið frábært að fá allar kveðjurnar, flottu skilaboðin og alla hvatninguna sem ég hef fengið til þess að láta þennan yfir 10 ára gamla draum rætast, að ætla að bjóða mig fram til forseta.

Ég stíg niður af þessu sviði með reisn og ætla að snúa mér að mínu venjulega lífi aftur náminu og þeim verkefnum sem þar bíða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt