fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

„Þessi mál koma okkur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 16. mars 2024 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur brugðist við fréttaflutningi Vísis þar sem World Class var dregið inn í Stóra-mansalsmálið út af tengslum eins sakborninganna við bróður Björns.

„Þessi mál koma okkur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir í fréttatilkynningu frá Birni.

Hann segir að sér hafi nánast öllum verið lokið þegar hann sá frétt Vísis í morgun sem bar fyrirsögnina „Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu“.

„Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“

Björn segir að Kristján Ólafur Sigríðarson, athafnamaður og einn sakborninga í stóra mansalsmálinu, komi hvorki rekstri World Class né Birni og konu hans við. Það hafi hann aldrei gert og muni aldrei gera.

„Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð.

Fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í að vanda til verka í umfjöllunum sínum. Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilviki“

Í umræddri frétt eru viðskiptatengsl Kristjáns Ólafs rakin, en hann er einn af níu sakborningum í stóra mansalsmálinu. Er þar rakið að stjúpfaðir Kristjáns og viðskiptafélagi sé Sigurður Leifsson, bróðir Björns. Sigurður eigi svo hlut í Laugum, Toppformi og Þrek kaffi með bróður sinni og konu hans, en þau félög halda utan um rekstur World Class.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Í gær

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“