Tekið var fram í tilkynningunni að eftirlýsingin væri tilkomin vegna rannsóknar á innflutningi og dreifingu fíkniefna. Ekki er vitað hvar Stefán heldur sig en á vef Interpol kemur fram að hann tali íslensku, þýsku og ensku.
RÚV greindi frá því í morgun að lögregla vilji ná tali af honum vegna rannsóknar á stóru fíkniefnamáli sem kom upp í fyrra. Þá lagði lögregla hald á tugi kílóa af amfetamíni sem komu hingað til lands með Norrænu. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en sleppt síðar.
Þá segir RÚV að lögregla vilji einnig ná tali af honum vegna fíkniefnamáls sem kom upp fyrir tæpum áratug síðan. Stefán hefur komist í kast við lögin hér á landi vegna fíkniefnamála áður. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir um tuttugu árum vegna innflutnings á kókaíni og amfetamíni árin 1998 og 2001.