fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Forsetaframbjóðandi fór ótróðnar slóðir við söfnun meðmæla

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 12:30

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Tómasi Loga Hallgrímssyni frambjóðanda til embættis forseta Íslands segir að hann sé í óða önn að safna meðmælum vegna framboðsins og fari ótróðnar slóðir í því skyni.

Auk rafrænnar söfnunar á island.is er Tómas einnig að safna meðmælum með gamla laginu, á blaði.

Í tilkynningunni segir að Tómas sé með listann á lofti hvert sem hann fer og í gær hafi myndin, sem sjá má hér að ofan, náðst af því þegar meðmælandi skrifaði undir listann ofan í skurði sem liggur meðfram þjóðvegi 1 í gegnum Selfoss.  Á meðan mundaði Tómas gastækin við að herpa saman splæsingu á rafstreng sem hafði farið í sundur.

Í tilkynningunni segir einnig að söfnun meðmæla hafi farið vel af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur