fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Dæmdur barnaníðingur fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn mánudag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um áfrýjunarbeiðni manns sem hafði verið dæmdur í héraðsdómi og Landsrétti fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku frá því að hún var 11 ára og þar til hún varð þrettán ára. Maðurinn gerði margvíslegar athugasemdir við meðferð máls síns og óskaði þar af leiðandi eftir leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Beiðninni var hins vegar hafnað.

Í ákvörðunninni kemur fram að maðurinn hafi verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti.

Maðurinn vildi einkum ná fram ómerkingu héraðsdóms en til vara ómerkingu dóms Landsréttar. Rökstuddi hann beiðni sína um áfrýjun til Hæstaréttar með því að eina skýrslan sem tekin hafi verið af stúlkunni í málinu hafi verið tekin á rannsóknarstigi af dómara. Hins vegar hafi sá dómari ekki dæmt í málinu og á því hafi ekki verið gefnar skýringar. Maðurinn taldi að þessi málsmeðferð hafi verið í andstöðu við lög.

Maðurinn gerði einnig athugasemd við dómaraskipti undir rekstri málsins í héraði og vísaði þar til fordæma úr Hæstarétti og Landsrétti. Hann gerði einnig margvíslegar athugasemdir við málsmeðferð í Landsrétti og taldi að henni hafi verið stórlega ábótavant. Maðurinn hélt því einnig fram að dómur Hæstaréttar í máli hans myndi hafa fordæmisgildi og að það hefði verulega almenna þýðingu fyrir hann að fá úrlausn réttarins í málinu til að tryggja réttláta málsmeðferð.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að mál mannsins lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi enn fremur að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, samkvæmt lögum.

Beiðni hins dæmda barnaníðings um áfrýjunarleyfi var því hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum