fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Dæmdur barnaníðingur fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn mánudag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um áfrýjunarbeiðni manns sem hafði verið dæmdur í héraðsdómi og Landsrétti fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku frá því að hún var 11 ára og þar til hún varð þrettán ára. Maðurinn gerði margvíslegar athugasemdir við meðferð máls síns og óskaði þar af leiðandi eftir leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Beiðninni var hins vegar hafnað.

Í ákvörðunninni kemur fram að maðurinn hafi verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti.

Maðurinn vildi einkum ná fram ómerkingu héraðsdóms en til vara ómerkingu dóms Landsréttar. Rökstuddi hann beiðni sína um áfrýjun til Hæstaréttar með því að eina skýrslan sem tekin hafi verið af stúlkunni í málinu hafi verið tekin á rannsóknarstigi af dómara. Hins vegar hafi sá dómari ekki dæmt í málinu og á því hafi ekki verið gefnar skýringar. Maðurinn taldi að þessi málsmeðferð hafi verið í andstöðu við lög.

Maðurinn gerði einnig athugasemd við dómaraskipti undir rekstri málsins í héraði og vísaði þar til fordæma úr Hæstarétti og Landsrétti. Hann gerði einnig margvíslegar athugasemdir við málsmeðferð í Landsrétti og taldi að henni hafi verið stórlega ábótavant. Maðurinn hélt því einnig fram að dómur Hæstaréttar í máli hans myndi hafa fordæmisgildi og að það hefði verulega almenna þýðingu fyrir hann að fá úrlausn réttarins í málinu til að tryggja réttláta málsmeðferð.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að mál mannsins lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi enn fremur að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti, samkvæmt lögum.

Beiðni hins dæmda barnaníðings um áfrýjunarleyfi var því hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“