fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Björgvin Gíslason er látinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2024 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Gíslason, gítarleikari , er látinn 72 ára að aldri. Skilur hann eftir sig eiginkonu Guðbjörgu Ólöfu Ragnarsdóttur og þrjá uppkomna syni.

Björgvin varð bráðkvaddur í gær og greinir eiginkona hans frá andláti hans á Facebook.

„Í gær 5.mars lést elsku Björgvin minn. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár. Elsku vinurinn minn, ég kem til með að sakna þín mikið eftir öll þessi ár sem við höfum fylgst að.“

Björgvin fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ferilinn ungur með unglingahljómsveitunum Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Ferillinn tók síðan á sig frekari mynd með sveitunum Náttúra, Pelican, Paradís og Póker.

Björgvin er þekktastur sem gítarleikari en hann spilaði einnig á indverskan sítar, píanó og hljómborð svo dæmi séu tekin.

Björgvin gaf út sjö sólóplötur á ferlinum, þá fyrstu Öræfarokk árið 1977 og þá sjöttu og sjöundur árið 2015, tvöfalt albúm, Slettur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“