fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

„Misskiljið þetta ekki – Þetta er þriðja heimsstyrjöldin“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 04:25

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bæði fyrr og síðari heimsstyrjöldin voru háðar í Evrópu og Miðausturlöndum. Mynstrið endurtekur sig í þriðju heimsstyrjöldinni sem hefur staðið yfir síðan Hamas myrti 1.200 gyðinga í október, fjöldamorð sem var framið með útgangspunkti í ólöglegri, áralangri hersetu Ísraels á palestínsku landsvæði.“

Svona hefst grein eftir Per Nyholm, sem sinnti skrifum um utanríkismál og stríð hjá Jótlandspóstinum um árabil, sem birtist nýlega í Jótlandspóstinum.

„Misreiknið ykkur ekki á tímanum. Við erum í þriðju heimsstyrjöldinni sem hófst fyrir tæpum 20 árum þegar Rússar réðust inn í Georgíu, versnaði við árásir Rússa á Úkraínu 2014 og 2022, og nýlega bættist mjög svo tillitslaus innrás Ísraels í Gaza. Um 100 lönd hafa dregist inn í þetta stríð, nákvæmlega eins og í hinum heimsstyrjöldunum, frá Evrópu og Miðausturlöndum til Ameríku og Asíu, Ástralíu og Nýja Sjálands. Í Miðausturlöndum er hætta á að heimsstyrjöldin teygi sig frá Gaza yfir landamærin að hinu egypska Sínai. Ef það gerist, segir ríkisstjórnin í Cairo að Egyptaland geti neyðst til að segja upp friðarsamningnum við Ísrael frá 1979,“ skrifar hann því næst.

Hann vísar síðan í orð Abdel Monem Said Aly, sem er talinn einn fremsti stjórnmálafræðingur hins arabíska heims auk þess að vera þingmaður og forstjóri egypskrar hugveitu, sem sagði að Ísrael hafi gengið í gildu, hlutirnir gangi fyrir sig eins og Hamas og Íran hafi reiknað með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“