Svona hefst grein eftir Per Nyholm, sem sinnti skrifum um utanríkismál og stríð hjá Jótlandspóstinum um árabil, sem birtist nýlega í Jótlandspóstinum.
„Misreiknið ykkur ekki á tímanum. Við erum í þriðju heimsstyrjöldinni sem hófst fyrir tæpum 20 árum þegar Rússar réðust inn í Georgíu, versnaði við árásir Rússa á Úkraínu 2014 og 2022, og nýlega bættist mjög svo tillitslaus innrás Ísraels í Gaza. Um 100 lönd hafa dregist inn í þetta stríð, nákvæmlega eins og í hinum heimsstyrjöldunum, frá Evrópu og Miðausturlöndum til Ameríku og Asíu, Ástralíu og Nýja Sjálands. Í Miðausturlöndum er hætta á að heimsstyrjöldin teygi sig frá Gaza yfir landamærin að hinu egypska Sínai. Ef það gerist, segir ríkisstjórnin í Cairo að Egyptaland geti neyðst til að segja upp friðarsamningnum við Ísrael frá 1979,“ skrifar hann því næst.
Hann vísar síðan í orð Abdel Monem Said Aly, sem er talinn einn fremsti stjórnmálafræðingur hins arabíska heims auk þess að vera þingmaður og forstjóri egypskrar hugveitu, sem sagði að Ísrael hafi gengið í gildu, hlutirnir gangi fyrir sig eins og Hamas og Íran hafi reiknað með.