fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Þetta pirrar Pútín“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 04:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022 breytti það heiminum á margan hátt. Evrópa stóð frammi fyrir gjörbreyttri öryggispólitískri stöðu þar sem stríð geisaði í bakgarðinum. Finnar og Svíar fóru að horfa í átt að NATÓ og það endaði með að bæði ríkin sóttu um aðild að varnarbandalaginu.

Ungverska þingið samþykkti aðild Svía að NATÓ á mánudaginn og þar með var síðustu hindruninni fyrir aðild landsins að bandalaginu úr sögunni. Þar með lauk 200 ára hlutleysi Svíþjóðar.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Steen Kjærgaard, major og hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að þetta sé mjög mikilvægt því þetta sendi merki um að Evrópuríki, Bandaríkin og Kanada taki skýra afstöðu gegn stríðsrekstri Rússa og afleiðingin sé að stríðið hafi styrkt bandalagið.

„Hernaðarlega fáum við einnig samhangandi línu hjá NATÓ. Alveg frá norðri og alveg niður til suðurs eru engin göt í varnarlínunni,“ sagði hann.

Eins og kunnugt er þá kveðjur fimmta grein NATÓ-sáttmálans á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Aðild að NATÓ veitir Svíþjóð meira öryggi í framtíðinni.

En það eru ekki bara Svíar sem hafa ávinning af inngöngunni því NATÓ styrkist einnig, bæði hvað varðar legu Svíþjóðar og hins öfluga sænska hers. Hann er vel búinn vopnum, á háu gæðastigi, vopnaiðnaðurinn í landinu er öflugur og mikil þróun á sér stað í honum. Svíar leggja því sannarlega mikið af mörkum til að styrkja herafla NATÓ.

Staðsetning Svíþjóðar við Eystrasaltið og ekki síst sú staðreynd að eyjan Gotland tilheyrir landinu skiptir miklu máli því nú er NATÓ allsráðandi í Eystrasalti.

Eystrasaltsríkin þrjú, sem eru öll aðilar að NATÓ, eiga öll landamæri að Rússlandi og hafa miklar áhyggjur af fyrirætlunum Rússa. Með aðild Svía fá þau nú enn meiri stuðning í nágrenninu.

Kjærgaard sagðist ekki telja Pútín vera tækifærissinna eða hugsa órökrétt. Hann geti ekki ímyndað sér að Pútín hafi nokkur áhuga á að lenda í átökum við NATÓ en það þýði ekki að NATÓ eigi að gefa honum tækifæri til þess.

„Eystrasaltsríkin þrjú eru í sérstaklega mikilli hættu og það er ljóst að þetta veitir þeim meiri stuðning sem og hinni sameiginlega heiti sem öll NATÓ-ríkin hafa gefið. Þetta pirrar Pútín en um leið dregur þetta mjög úr áhuga hans á að kasta sér út í ævintýri,“ sagði Kjærgaard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT