fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hannes skrifar ritgerð um snjóboltakast óþekkts manns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands vill komast að því hver það var sem henti því sem er talið hafa verið klakastykki eða snjóbolti í bifreið Diljár Mist Einarsdóttur alþingismanns og veittist í kjölfarið að henni með orðum.

Diljá varð nýlega fyrir því að óþekktur karlmaður henti þessu í bifreið hennar þegar hún var á leið úr bílakjallara Alþingishússins og hrópaði í kjölfarið ókvæðisorðum að henni. Átti þetta sér stað um svipað leyti og mótmæli fóru fram á Austurvelli vegna stöðu Palestínumanna.

Hannes Hólmsteinn spyr í færslunni:

„Hver var karlmaðurinn, sem grýtti bíl Diljáar Mistar 12. febrúar við Alþingishúsið og hreytti í hana ókvæðisorðum? Veit einhver, hver þetta var?“

Hannes er spurður í athugasemd hvort það breyti einhverju og hvort viðkomandi sjái ekki eftir framkomu sinni.

Hannes svarar því á eftirfarandi hátt:

„Hvar hefur það komið fram? Hefur hann beðist afsökunar? Og það, sem meira er: Hefur félagið Ísland-Palestína beðist afsökunar?“

Hannes segist vera að spyrja vegna þess að hann sé að skrifa ritgerð um málið:

„Mér finnst rétt að segja frá öllu, sem máli skiptir.“

Hannes gerir ekki nánari grein fyrir því í færslunni  hvaða fræðilegu nálgun hann ætlar að beita í rannsókn sinni á þessu tiltæki hins óþekkta karlmanns.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir