fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Hugsanlegt að gos hefjist í vikunni – Getur hugsanlega farið inn fyrir varnargarðana í Grindavík

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2024 07:56

Frá síðasta gosi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari viku mun landris í Svartsengi líklega ná sömu hæð og fyrir síðasta eldgos. Veðurstofa Íslands mun af þessum sökum auka vöktun sína á Reykjanesskaganum frá og með deginum í dag.

Mbl.is skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Benedikt Ófeigssyni, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni.

Reikna má með að það gjósi á þriggja til fjögurra vikna fresti á Reykjanesskaga á næstu mánuðum en síðasta gos var fyrir 18 dögum.

Hvað varðar fyrirvara goss, þá gæti hann orðið undir hálftíma. „Fyrirvararnir hafa tilhneigingu til þess að verða veikari og veikari. Þess vegna höfum við bent á að fyrirvararnir geti minnkað og jafnvel við vondar aðstæður orðið mjög litlir og jafnvel illa sjáanlegir,“ er haft eftir Benedikt.

Hann sagði að frá síðasta gosi hafi um 10 milljónir rúmmetra af kviku flætt inn í kvikuganginn undir Svartsengi. Svo virðist sem hann taki ekki við meira magni. Ef innflæðið í kvikuganginn haldi áfram á sama hraða má því búast við að það gjósi á næstu dögum.

Reikna má með að magn kviku í kvikuganginum verði orðið jafn mikið á morgun og það var þann 8. febrúar þegar síðasta gos hófst.

Hvað varðar staðsetningu goss sagði Benedikt að líklegast sé að það verði fyrir miðju, við Sýlingarfell eða á milli Sýlingarfells og Hagafells. Ekki sé útilokað að það gjósi sunnar eða norðar. „Ég vil einmitt vara við því að þetta getur farið alla leið suður að Hagafelli og inn fyrir varnargarðana í Grindavík,“ sagði hann en benti jafnframt á að það sé ólíklegt að það gjósi í byggð og enn ólíklegra að það gjósi úti á hafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“

Segir að þurfi breytt viðhorf í málefnum fanga – „Við erum til dæmis með lögreglustjóra á Suðurnesjunum sem býr til endalaus mál á fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt