fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Tengdasonur Trump lofsamar morðóðan einræðisherra

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. febrúar 2024 21:00

Jared Kushner sést hér við hlið Donald Trump tengdaföður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og fyrrum ráðgjafi hans, sé mjög ánægður með Mohammed bin Salman, sem ræður ríkjum í Sádí-Arabíu. Bin Salman hikar ekki við að láta taka fólk af lífi og stóð á bak við hið hrottalega morð á blaðamanninum Jamal Kashoggi.

Árlega eru um 200 manns teknir af lífi í Sádí-Arabíu en það og fleira kemur ekki í veg fyrir að Kushner telji bin Salman, sem er í raun einræðisherra í Sádí-Arabíu, vera framsýnan leiðtoga.

„Ég þekki manninn sem ég vann með. Mér finnst hann vera framsýnn leiðtogi og mér finnst það sem hann hefur gert fyrir svæðið hafa breytt því. Hann hefur gert margt sem þjónar hagsmunum Bandaríkjanna og ég held að hann hafi gert margt sem hefur gert heiminn betri,“ sagði Kushner í samtali við Axios.

Þegar hann var spurður út í hið hrottalega morð á Jamal Kashoggi, sem var blaðamaður hjá Washington Post, sagði hann: „Erum við enn að ræða þetta?“ Hann sagðist ekki hafa séð þær sannanir, sem bandarísk stjórnvöld búa yfir, um að bin Salman hafi staðið á bak við morðið.

Ekki er ólíklegt að það móti viðhorf hans að þegar hann lét af störfum sem ráðgjafi Donald Trump í Hvíta húsinu stofnaði hann fjárfestingarsjóð og lögðu Sádí-Arabar tvo milljarða dollara í hann. Þetta kveikti að vonum undir ásökunum um spillingu og Kushner var sakaður um að nota stöðu sína sem starfsmaður Trump í Hvíta húsinu til að verða sér úti um fjárfestingu af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Í gær

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“