fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Dýralæknar í Grafarholti fengu óvenjulegt mál inn á borð til sín í vikunni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti fékk kött til sín í heimsókn síðastliðinn þriðjudag. Eigandinn kom með kisu þar sem hún var búinn að léttast og borða lítið.

Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Dýralæknamiðstöðvarinnar í gær kemur fram að þetta hafi byrjað eftir að eigandinn flutti í annað húsnæði um það bil tveimur vikum áður.

„Við tókum röntgen og í ljós kom að kötturinn hafði gleypt risa öngul. Kötturinn fór því auðvitað í aðgerð þar sem 4cm langur öngull var fjarlægður,“ segir í færslunni.

Bent er á að líkaminn sé merkilegur enda hafði öngullinn, sem er oddhvass, grafið sig út úr meltingarveginum og fannst hann í kviðarholinu. Þar hafði myndast hylki utan um öngulinn sem eru eðlileg viðbrögð líkamans við aðskotahlut. Varnaði þetta því að önnur líffæri hlytu skaða af.

„Taka má fram að eigandi kisu býr nálægt veiðiá og þessi saga undirstrikar mikilvægi þess að við tvífætlingarnir göngum vel um umhverfið því hætturnar leynast víða.

Mitzy fór ánægð heim með engan öngul (nema í poka) og óskum við henni góðs bataferlis,“ segir í skeytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi