fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Höskuldur áminntur fyrir að halda eftir fjármunum erfingja í dánarbúi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. febrúar 2024 13:43

Höskuldur Þórhallsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Þór Þórhallsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og núverandi lögmaður, hefur verið áminntur fyrir störf sín sem lögmaður. Vísir.is greinir frá þessu.

Höskuldur hélt eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og reyndi að villa um fyrir úrskurðarnefnd Lögmannafélagins, samkvæmt fréttinni.

Höskuldur var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júlí árið 2020. Úrskurð í málinu má lesa hér. Höskuldur var sagðir hafa tekið sér óeðlilega háa þóknun fyrir vinnu dánarbúið, ríflega sex milljónir króna sem hann greiddi sér og öðrum aðilum.

Helsta eign konunnar var fasteign í Reykjavík en skiptin tóku um eitt og hálft ár. Höskuldur vanrækti að greiða erfðafjárskatt af eigninni og hélt þeim fjármunum hjá sér. Höskuldur hélt því hins vegar ranglega fram að hann hafi verið búinn að gera upp erfðafjárskattinn þegar kvörtun ættingja þess efnis var send úrskurðarnefnd lögmanna.

Úrskurðarnefndin komast að þeirri niðurstöðu að Höskuldur hefði sýnt af sér ámælisverða hegðun í störfum sínum fyrir erfingja konunnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum