fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Lögnin gæti farið undir hraun eftir innan við klukkustund – Almannavarnir ítreka skilaboð sín

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 12:03

Skjáskot úr drónaflugi RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir ítreka skilaboð til íbúa á Reykjanesi að bíða með að hefja rafkyndingu eins lengi og hægt er. Íbúar og fyrirtæki eru beðnir um að lækka í hitakerfum í húsum sínum og ekki nota heitt vatn til böðunar í sturtu, baði eða heitum pottum. Er það gert til að spara heitt vatn. Mikilvægt er að allir leggist á eitt.

Hætta er á að hraunflæðið fari yfir stofnlögn HS Veitna sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ. Eins og hraðinn er á hraunflæðinu er núna gæti stofnlögnin farið undir hraun á innan við klukkustund.

Fari stofnlögnin undir hraun er útlit fyrir að ekkert heitt vatn komi frá Svartsengi með þeim afleiðingum að heitavatnslaust verður í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Getur það gerst innan klukkustundar og því er mikilvægt að allir íbúar og fyrirtæki spari hita og heitt vatn.

Tímalengd heitavatnsleysisins er óljós á þessari stundu. Unnið er hörðum höndum að því að koma bráðabirgðalausn í gagnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?
Fréttir
Í gær

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“
Fréttir
Í gær

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga