fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Hraun rennur í átt að Grindavíkurvegi en innviðir ekki í hættu að svo stöddu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 09:51

Skjáskot úr vefmyndavél Vísis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraun rennur í átt að Grindavíkurvegi en þrátt fyrir það eru engir innviðir taldir vera í hættu vegna eldgossins sem hófst á Reykjanesskaga í morgun. Þetta sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá Almannavörnum, í aukafréttatíma RÚV í morgun.

„Ekki eins og staðan er núna. Hraunstraumurinn rennur þannig að það er engin bráðahætta af þessu,“ sagði Víðir og bætti við að allt virtist vera í lagi í Grindavík og þar hafi enginn verið þegar gosið hófst.

„Þetta er eins góð staða og hægt var að óska sér í þessum atburði,“ sagði hann.

Víðir telur að mögulega muni reyna á varnargarða sem reistir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alveg möguleiki og fer eftir hversu lengi þetta gos stendur yfir. En eins og staðan er núna þá þarf að gjósa í dálítinn tíma í þessari mynd til að það muni reyna á þá.“

Víðir segir að verktakar séu komnir að skarðinu í varnargarðinum við Svartsengi við Grindavíkurveg. Efni verði ýtt að veginum en því ekki lokað fyrr en hætta er á að hraun renni þangað.

„Þetta er svipað og við gerðum í gosinu 18. desember þar sem við þrengdum þetta skarð og vera undirbúin að loka því ef nauðsyn krefur. Það er ekki þörf á því eins og staðan er núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“