Þegar hún tók við verðlaununum þakkaði hún meðal annars foreldrum sínum og afa og ömmu fyrir að hafa kynnt tónlistina fyrir henni. Þá þakkaði hún samfélagi djasstónlistar og klassískrar tónlistar um allan heim og sagðist eiga þeim allt að þakka. Þá þakkaði hún tvíburasystur sinni sérstaklega sem hún sagði að væri hennar helsti stuðningsmaður.
Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hrósaði Laufeyju í hástert á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.
„Þetta er risastór áfangi og sigur fyrir Laufeyju sjálfa, en ekki síst íslenskt menningarlíf,“ sagði Lilja meðal annars.
Myndband af ræðu Laufeyjar má sjá hér að neðan: