fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Sjáðu þegar Laufey fékk Grammy-verðlaun í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 07:34

Laufey Lín Jónsdóttir hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laufey Lín Jónsdóttir vann til Grammy-verðlauna í gærkvöldi fyrir plötu sína Bewitched. Laufey var tilnefnd í flokki hefðbundinna söng-poppplatna og sló kempum eins og Bruce Springsteen ref fyrir rass sem var tilnefndur í sama flokki.

Þegar hún tók við verðlaununum þakkaði hún meðal annars foreldrum sínum og afa og ömmu fyrir að hafa kynnt tónlistina fyrir henni. Þá þakkaði hún samfélagi djasstónlistar og klassískrar tónlistar um allan heim og sagðist eiga þeim allt að þakka. Þá þakkaði hún tvíburasystur sinni sérstaklega sem hún sagði að væri hennar helsti stuðningsmaður.

Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hrósaði Laufeyju í hástert á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Þetta er risastór áfangi og sigur fyrir Laufeyju sjálfa, en ekki síst íslenskt menningarlíf,“ sagði Lilja meðal annars.

Myndband af ræðu Laufeyjar má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð