fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Þorvaldur telur hugsanlegt að kvika sé að safnast saman undir Húsfellsbruna – Hraun gæti runnið nærri Reykjavík

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. janúar 2024 08:00

Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, telur hugsanlegt að kvika geti verið byrjuð að safnast saman á miklu dýpi í jarðskorpunni undir Húsfellsbruna sem er víðáttumikið hraun á milli Bláfjalla og Heiðmerkur. Í síðustu goshrinu á Reykjanesskaga var Húsfellsbruni það hraun sem rann næst Reykjavík.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Þorvaldi að skjálftahrina á þessu svæði á síðustu dögum sé merki um að eldstöðvakerfið sem er kennt við Brennisteinsfjöll hafi virkjast. Hann sagði hugsanlegt að skjálftarnir að undanförnu séu tilkomnir vegna spennuuppbyggingar neðst í jarðskorpunni en einnig geti þeir verið merki um kvikusöfnun á skilum deigu og stökku skorpunnar þarna fyrir neðan.

Hann sagði ekki útilokað að hraun frá þessu svæði renni nærri Reykjavík og jafnvel enn lengra en í síðustu goshrinu þar. Hann sagðist telja mjög mikilvægt að ráðast af alvöru í fyrirbyggjandi aðgerðir og áætlanir. „Og það þýðir ekkert að setja það á sem eitthvert aukaverkefni,“ sagði hann.

Hann benti á að þegar það gaus síðast svona norðarlega á Brennisteinsfjallareininni hafi hraun runnið næstum því út í sjó við Straumsvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri