Lögregla var með talsverðan viðbúnað við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eftir hádegi í dag. Vísir greindi fyrst frá þessu.
DV fékk ábendingu um að sérsveitarbílar hefðu ekið Sæbraut, fyrir ofan Skútuvog, skömmu fyrir klukkan 14 í dag.
Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglustöðvar 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, sagði í samtali við DV að þarna hefði verið um tvo einstaklinga að ræða sem voru með leikfangabyssur. Voru þeir búnir að klæða sig upp í einhvers konar „sérsveitarvesti“.
Tilkynning lögreglu klukkan 14:33:
Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Breiðholti eftir hádegi eftir að maður í hverfinu hafði uppi alvarlegar hótanir.
Maðurinn hefur verið handtekinn og dregið hefur verið úr viðbúnaði lögreglu á vettvangi.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.