fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 13:00

Kristín Ólafsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Hjálparstarfi kirkjunnar mun kynna starfið næstkomandi mánudag. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar kemur fram að hollvinir starfsins muni koma saman að nýju næstkomandi mánudag 29. janúar.

Í tilkynningunni kemur fram að Vinir Hjálparstarfsins muni fræðast um starfið og stilla saman strengi, í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 29. janúar kl. 12:00 og snæða saman. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin, segir í tilkynningunni.

Tilkynna þarf þátttöku á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 9:00 fimmtudaginn 25. janúar, þ.e.a.s. á morgun. Verð fyrir máltíðina er 3.000 kr. og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Í tilkynningunni kemur fram að yfir hádegisverðinum muni Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Hjálparstarfinu, flytja stutt erindi um mannúðaraðstoð Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna – Act Alliance, á Gasa og í Úkraínu. Mögulegt verði að spyrja hana út í einstök atriði og eiga samtal um starf Hjálparstarfs kirkjunnar á þessum ófriðarsvæðum.

Í tilkynningunni segir að hugmyndin að baki samveru vina Hjálparstarfsins sé að fólk geti hist stutt í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfs kirkjunnar og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni geti stutt við starfið.

Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt