fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sakar RÚV um aðför að mannorði Tómasar – „Það er ekki fréttamennska heldur lúaleg aðför“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ármannsson, lögmaður og fyrrverandi formaður Læknafélagsins, fer hörðum orðum um umfjöllun RÚV um plastbarkamálið í þættinum Þetta helst. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is.

Sjá um plastbarkamálið meðal annars hér.

Samandregið eru ásakanir Gunnars tvíþættar; annars vegar heldur hann því fram að ýmislegt í þáttunum þar sem vikið er að hlut Tómasar í alræmdri aðgerð á sjúklingi í Svíþjóð, sem leiddi til dauða hans, sé ekki í samræmi við niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndar sem kom út um málið og er öðrum þræði grunnur að umfjölluninni. Gunnar skrifar:

„Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að í ljósi allra málavaxta var tilvísun Tómasar á Andemariam til Karolinska eðlileg. Nefndin sá ástæðu til að taka fram sérstaklega (bls. 217) að þótt við hafi bæst síðar að meta einnig hvort ígræðsla væri fýsilegur kostur, hafi tilvísun Tómasar gert ráð fyrir því að Andemariam kæmi til Íslands þremur dögum eftir mat sænsku læknanna og að síðan yrði í framhaldinu tekin ákvörðun um hvaða úrræði hentaði Andemariam best og hann sendur síðar aftur til Svíþjóðar í þá aðgerð.“

Hins vegar gagnrýnir Gunnar harðlega að í umfjöllun þáttarins sé stuðst við ummæli ónafngreindra manna þegar fjallað er um stöðu Tómasar vegna málsins, þar sem segir að hann þurfi að sæta ábyrgð vegna þátttöku sinnar í málinu, en í þættinum var stuðst við samtöl við níu ónafngreindra lækna. Gunnar tekur undir orð Óðins Jónssonar, fyrrverandi fréttastjóra RÚV, af samfélagsmiðlum, þar sem segir:

„Það er auðvitað ekki boðlegt að vitna í ónafngreinda einstaklinga til að grafa undan mannorði nafngreindrar persónu. Það er ekki fréttamennska heldur lúaleg aðför.“

Hvað sem því líður þá viðurkennir Gunnar að hlutur Tómasar í málinu sé gagnrýndur í niðurstöðu rannsóknanefndarinnar en telur að RÚV hafi ekki nálgast þá gagnrýni rétt í umfjöllun sinni. Segir hann að meginniðustaða skýrslunnar sé sú að Tómas hafi ekki brotið af sér.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu