fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Ómar vill byggja sér hús rétt hjá Grindavík

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur og fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefur ákveðið að sækja um lóð til nýbyggingar í landi Þórkötlustaða rétt við Grindavík.

Morgunblaðið segir í dag frá þessari athyglisverðu ákvörðun Ómars en hann lætur ekki deigan síga þó að gríðarleg óvissa ríki meðal Grindvíkinga þessa dagana vegna eldgosa og jarðhræringa.

Ómar er einn eigenda Þórkötlustaða ásamt Grindavíkurbæ og segist hann vilja sýna fólki fram á að landið sé byggilegt. Það sé ekkert nýtt að fólk hafi þurft að færa sig um set út af hraunrennsli.

„Ef það rennur þá rennur það bara og þá byggir maður sér einhvers staðar annars staðar,“ segir Ómar Smári við Morgunblaðið.

Ómar segist efast um að málið fái fljóta afgreiðslu enda hafi bæjaryfirvöld í Grindavík um nóg að hugsa þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt