fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Fjölskyldufaðir flúði vettvang bílslyss – Aðgætti ekki með dóttur sína sem lést

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. janúar 2024 21:30

Elliot verður líklega ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Elliot Binney frá Oklahoma var handtekinn í síðustu viku fyrir að skilja fjölskyldu sína eftir á vettvangi bílslyss. Sextán ára dóttir hans lést í slysinu.

Huffington Post greinir frá þessu.

Bíll fjölskyldunnar valt í borginni Bixby, nálægt Tulsa í austurhluta fylkisins, þann 11. janúar. Shelby Binney, hin sextán ára dóttir Elliot, þeyttist út úr bílnum en hún var ekki í bílbelti þegar slysið varð. Shelby var úrskurðuð látin við komuna á spítala.

Eiginkona Elliot og tvö önnur börn þeirra á grunnskólaaldri voru einnig í bílnum þegar hann valt. Þau voru flutt á spítala til aðhlynningar. Hinn 41 árs gamli Elliot, sem var að keyra bílinn, stakk hins vegar af eftir slysið.

Vodkaflaska fannst á vettvangi

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að Elliot hafi keyrt allt of hratt. Hann reyndi að taka fram úr öðrum bíl á svæði þar sem framúrakstur var ekki leyfður og missti stjórn á bílnum. Vodkaflaska fannst á vettvangi slyssins.

Elliot hljóp frá vettvangi slyssins og hirti ekki um fjölskyldu sína. Hann fór beint að húsi fyrirtækisins sem hann rekur, tók þar annan bíl og keyrði út úr bænum. Lögregla hafði upp á honum í bænum Checotah, um 80 kílómetrum sunnar en Bixby, og handtók hann.

Handtakan sást á búkmyndavélum lögreglumanna. Elliot var á gráum pallbíl þegar hann var stöðvaður og skipað að yfirgefa bílinn.

Margsinnis í kast við lögin

Búist er við því að Elliot verði ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Einkum vegna þess að hann aðgætti ekki með dóttur sína sem þeyttist út úr bílnum en einnig vegna glæfralegs aksturslags og ölvunar.

Að sögn lögreglu hefur Elliot viðurkennt að hafa tekið sopa úr vodkaflöskunni. Eiginkona hans sagði að hjónin hefðu verið að rífast í bílnum rétt fyrir slysið.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elliot Binney kemst í kast við lögin vegna aksturs. Í þrígang hefur hann verið ákærður fyrir að hafa keyrt af vettvangi áreksturs en hefur þó aldrei verið dæmdur. Einnig hefur hann verið ákærður fyrir ölvunarakstur.

Jákvæð og dugleg klappstýra

Shelby Binney var nemandi og klappstýra sem er lýst sem jákvæðri og duglegri stúlku.

„Hún var með hjarta úr gulli og sýndi öllum væntumþykju. Shelby var alltaf brosandi. Hún elskaði liðsfélaga sína, þjálfarana og æfingarnar. Við söknum hennar afar djúpt,“ segir í yfirlýsingu klappstýruliðsins hennar.

Á þessari stundu er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli aðrir fjölskyldumeðlimir hlutu í slysinu. Ekki er heldur vitað hvort þeir hafi verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Elliot hefur verið sleppt úr varðhaldi eftir að hafa greitt tryggingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks