fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Íranir gera loftárásir á skotmörk í Pakistan – Ástandið í heimshlutanum orðið enn eldfimara en áður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 15:59

Frá hersýningu í Íran. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranir gerðu í gærkvöldi loftárásir á skotmörk í Pakistan sem beindust að vígahópnum Jaish al-Adl. Hermt er að tvö ung börn hafi látist í árásunum sem hafa vakið mikla reiði í Pakistan. Þarlend yfirvöld hafa lýst því yfir að árásirnar muni hafa „alvarlegar afleiðingar“.

Byrjuðu yfirvöld á því að kalla sendiherra sinn í Íran heim og blása allar heimsóknir íranskra stjórnarerindreka af.
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Pakistan kemur fram að árásirnar hafi verið með öllu tilefnislausar og að þær væru skýrt brot á alþjóðalögum sem og vein árás á fullveldi landsins.

Árásirnar áttu sér stað degi eftir að Íranir gerðu loftárásir á skotmörk í Írak og Sýrlandi. Árásirnar í í Írak beindust að kúrdíska auðkýfingnum auðkýfingurinn Peshraw Dizayee, sem lét lífið í þeim, en hann var sagður útsendari Ísraela en þar stundaði hann umfangsmikil viðskipti.

Átökin að dreifast yfir á Vesturbakkann

Ljóst er að árásirnar gera lítið til þess að lægja öldurnar í heimshlutanum sem er vægast sagt eldfimur um þessar mundir.
Árásir Ísraela á Gaza halda áfram af fullum þunga en talið er að um 24,285 Palestínumenn hafi látið lífið síðan að árás Hamas-liða á óbreytta borgara átti sér stað þann 7. október síðastliðinn. Alls hafa 1.139 Ísrael látið lífið.

Átökin virðast einnig vera að dreifast yfir á Vesturbakkann en þar er ástandið afar viðkvæmt.
Þá eru miklar líkur taldar á því að stríð brjótist út milli Hezbollah-samtakanna í Líbanon, sem Íranir styðja, og Ísraela en átök milli þessara stríðandi fylkinga hafa farið stigvaxandi að undanförnu.

Á sama tíma halda loftárásir Bandaríkjamanna, sem beinast að Hútum í Yemen, áfram. Hútar, sem einnig eru sagðir njóta stuðnings Írana, hafa þrátt fyrir þetta ekki látið af árásum sínum á skip sem þeir telja að séu að sigla með vörur og stunda viðskipti við Ísrael. Ljóst er að ástandið er afar alvarlegt í heimshlutanum og líkur á víðtækari stríðsátökunum miklar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu