fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Edda Björk kemur til Íslands á föstudag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 10:13

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld frá Íslandi til Noregs í desember, er á leið til Íslands næstkomandi föstudag.

Nútíminn greinir frá þessu.

Edda var í síðustu viku dæmd í tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja þrjá syni sína ólöglega frá Noregi til Íslands í mars 2022. Á þeim tíma hafði föður drengjanna verið dæmd forsjá þeirra.

Í frétt Nútímans kemur fram að Eddu verði sleppt úr fangelsi á föstudag og þá muni hún snúa aftur til Íslands. Herma heimildir miðilsins að norska lögreglan vinni að því að vísa henni formlega úr landi sem þýðir að hún má ekki snúa aftur þangað nema að fengnu sérstöku leyfi.

Í fréttinni kemur fram að óvíst sé hvort Edda muni taka dóm sinn út í fangelsi hér á landi. Líklegt þyki að hún fái að taka hann út með samfélagsþjónustu.

Nánar er fjallað um málið á vef Nútímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið

HP tölva í lyklaborði brýtur upp gamla skrifstofuformið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“
Fréttir
Í gær

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“

Guðni hrósar Ölgerðinni – „Mörg fyrirtæki hafa því miður reynst amlóðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma