Flugvél Easyjet sem halda átti af stað til Gatwick-flugvallar í Lundúnum kl.11.15 varð fyrir því óhappi að renna út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við DV. Segir Guðjón að nefhjól flugvélarinnar hafi farið út af flugbrautinni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort né hversu mikið vélin hafi skemmst í atvikinu.
Engin meiðsl urðu á farþegum vélarinnar sem komust klakklaust frá borði og voru fluttir aftur til flugstöðvarinnar í rútum. Guðjón segir að málið sé komið inn á borð rannsóknarnefndar flugslysa en að atvikið muni ekki hafa nein áhrif á starfsemi flugvallarins í dag.
Flugi Easyjet hefur verið frestað til kl.17.10 í kvöld.