fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Flugvél Easyjet fór útaf flugbraut í Keflavík

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. janúar 2024 13:04

Flugvél frá EasyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél Easyjet sem halda átti af stað til Gatwick-flugvallar í Lundúnum kl.11.15 varð fyrir því óhappi að renna út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við DV. Segir Guðjón að nefhjól flugvélarinnar hafi farið út af flugbrautinni en ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort né hversu mikið vélin hafi skemmst í atvikinu.

Engin meiðsl urðu á farþegum vélarinnar sem komust klakklaust frá borði og voru fluttir aftur til flugstöðvarinnar í rútum. Guðjón segir að málið sé komið inn á borð rannsóknarnefndar flugslysa en að atvikið muni ekki hafa nein áhrif á starfsemi flugvallarins í dag.

Flugi Easyjet hefur verið frestað til kl.17.10 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“