fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Þetta sagði Logi Geirsson eftir leik – „Það skildi enginn neitt í neinu“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2024 20:00

Logi Geirsson er bjartsýnn fyrir hönd íslenska liðsins þrátt fyrir erfiðan leik í kvöld. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, kveðst nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið hjá íslenska landsliðinu í handbolta eftir ótrúlegt jafntefli gegn Serbum í kvöld, 27-27, á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi.

Logi ræddi leikinn í viðtali við RÚV eftir leik en hann er sjálfur staddur í Þýskalandi þar sem hann er meðal sérfræðinga RÚV um mótið.

Logi sagði að íslenska liðið hefur alveg haft möguleika á að stela sigrinum og liðið hefði getað nýtt sér markvörslu Viktors Gísla Hallgrímssonar betur. „Strákarnir sýndu hjarta að ná þessu,“ sagði Logi sem kveðst ekki oft hafa séð álíka lokakafla og í leiknum í kvöld.

Sjá einnig: Þetta sögðu sófasérfræðingar þjóðarinnar um Strákana okkar – „Sigvaldi ég elska þig!“

„Þetta opnar riðilinn og heldur þessu opnu. Þetta var spennutryllir og ég er eiginlega ekki í standi til að tala um leikinn, ég trúði þessu ekki,“ sagði Logi sem sat fyrir aftan varamannabekk Serba í leiknum.

Benti hann á í viðtalinu að Serbarnir hafi verið byrjaðir að fagna og faðmast þegar Sigvaldi Björn Guðjónsson slapp einn í gegn og skoraði jöfnunarmark Íslands. „Það skildi enginn neitt í neinu.“

Logi sagði að það væri hægt að taka helling af jákvæðum hlutum úr leik íslenska liðsins. Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson hefðu átt góða innkomu í seinni hálfleik og skotið á markið fyrir utan.

„Sóknarleikurinn hefur brugðist okkur og hann gerði það á köflum. Þetta er vítamínsprauta, maður er bjartsýnn og þetta var mikilvægasta stigið. Nú er þetta í okkar höndum áfram,“ sagði Logi en næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag og hefst klukkan 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“