fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Líf allt annað en sátt: „Að hamstra þessa poka er óafsakanlegt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það besta í stöðunni væri að drífa pokana í sölu sem víðast, fyrir sanngjarnt og hófstillt verð,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, á Facebook.

Líf gerir þar frétt RÚV frá því í hádeginu að umtalsefni en í henni kom fram að á sumum heimilum væru margra ára birgðir af ókeypis bréfpokum.

Sjá einnig: Höfuðborgarbúar hamstra ruslapoka – Sumir eiga 800 poka eða fleiri á lager

Sorpa mun frá og með deginum í dag hætta að dreifa pappírspokum undir lífrænt sorp í matvöruverslanir. Verða pokarnir aðgengilegir á endurvinnslustöðvum Sorpu eða í verslun Góða hirðisins.

Þegar það spurðist út í haust að til stæði að rukka fyrir pokana brugðu margir á það ráð að hamstra pokana. Eru dæmi um að sum heimili eigi yfir 800 poka á lager eins og fram kom í Þjóðarpúlsi Gallup.

Líf er allt annað en sátt við þá sem safnað hafa pokum til að eiga á lager.

„Að hamstra þessa poka er óafsakanlegt. Til að stóð að hafa pokana endurgjaldslausa og aðgengilega á meðan á innleiðingarferlinu stendur og við venjum okkur við hringrásarhagkerfið.“

Líf telur að hugsanlega væri best að hefja bara sölu á pokunum fyrir sanngjarnt verð.

„Hingað til höfum við keypt alla aðra poka, hvort sem þeir heita maíspokar, plastpokar eða taupokar, og af hverju þá ekki þessa fyrst einhverjum hópi fólks tókst að klára með hraði þessa 24 milljón poka sem áttu að duga okkur í einhver ár,“ segir hún og heldur áfram:

„Þetta mál er hið súrasta og fá margir að kenna á því að einhver hópur fólks var bara að hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni umhverfisins, samfélagsins og sameiginlega sjóði okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT