fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ibrahims minnst á Shalimar – Stofna minningarsjóð

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, 9. janúar, hefði Ibra­him Shah Uz-Zam­an, dreng­ur­inn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöll­um þann 30. októ­ber síðastliðinn, orðið níu ára. Í tilefni afmælisdags hans verða upp­á­halds­rétt­ir hans á veit­ingastaðnum Shalim­ar í Aust­ur­stræti á af­mælistil­boði og er fólk hvatt til að minn­ast Ibra­him með fjöl­skyldu hans á pak­ist­anska veit­ingastaðnum í miðbæ Reykja­vík­ur. 

„Við bjóðum ykk­ur að fagna af­mæli elsku Ibra­hims sem hefði orðið níu ára,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Shalim­ar, en fjölskylda hans hefur rekið veitingastaðinn í um þrjátíu ár.

Greint er frá á Face­book síðu-veit­ingastaðar­ins og á minn­ing­arsíðu Ibra­hims á Face­book. Rétt­irn­ir sem voru uppáhalds réttir Ibrahims eru Tandoori kjúk­ling­ur, Tikka Masala kjúk­ling­ur og græn­met­is karrí. Rétt­irn­ir verða all­ir seld­ir á 999 krón­ur fyr­ir þá sem koma og sækja. 

Fjölskyldan stofnar minningasjóð

Á minn­ing­arsíðu Ibra­hims kem­ur fram að fjöl­skylda hans sé að stofna minn­ing­ar­sjóðinn „Það er ég!“ Sjóðinn á að nýta til að auka ör­yggi barna í um­ferðinni og fleiri verk­efni til að koma boðskap Ibra­hims á fram­færi og heiðra minn­ingu hans um ókomna tíð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“