fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Svíum sagt að vera viðbúnir því að stríð skelli á

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. janúar 2024 15:30

Sænsk herþota af gerðinni JAS-39. Mynd:Christopher Mesnard/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er raunverulegur möguleiki á því að stríð skelli á í Svíþjóð og sænska þjóðin ætti að vera viðbúin því. Þetta segja bæði æðsti hershöfðingi sænska hersins og heimavarnarráðherra.

Sænska ríkissjónvarpið SVT fjallaði um málið á vef sínum fyrr í dag.

Carl Oskar Bohlin ráðherra heimavarna sagði á ráðstefnu um öryggismál í gær að stríð gæti skollið á í Svíþjóð og að þjóðin verði að bregðast við til að styrkja varnarviðbúnað landsins. Æðsti hershöfðingi sænska hersins Michael Byden sagði í sjónvarpsviðtali að sænska þjóðin verði að skilja hversu alvarleg staðan sé og að hver einstaklingur verði að undirbúa sig.

Í umfjöllun SVT, sem Mats Knutsson fréttamaður skrifar, kemur fram að þessar yfirlýsingar hafi vakið mikla athyglií Svíþjóð og valdið ótta hjá mörgum landsmönnum. Þrátt fyrir yfirstandandi stríð í Úkraínu er þetta eitthvað sem Svíar vilja ekki heyra. Í nýjustu skýrslu þjóðaröryggisráðs Svíþjóðar ( s. Försvarsberedningen) segir aftur á móti að Svíar verði að búa sig undir að stríð geti skollið á.

Hættan eykst ef Rússland vinnur

Það sem liggur að baki þessum yfirlýsingum er sagt vera stríð Rússlands gegn Úkraínu. Í umfjöllun SVT segir að með árásinni sé Rússland á þeirri vegferð að standa í átökum við Vesturlönd í fyrirsjáanlegri framtíð. Stríðið hafi óhjákvæmilega áhrif á Svíþjóð vegna staðsetningar þess við Eystrasalt.

Sænskir ráðamenn óttast einnig að ef Rússland vinni stríðið þá aukist áhugi Rússa á að ráðast á fleiri nágrannalönd. Það myndi auka hættuna á því að Svíþjóð drægist inn í stríð. Þar af leiðandi er þverpólitísk samstaða á sænska þinginu um að halda áfram að styðja Úkraínu bæði fjárhagslega og hernaðarlega. Ósigur Úkraínu myndi þýða að öryggi Svíþjóðar yrði minna.

Sænskar njósnastofnanir greina einnig frá því að njósnir erlendra ríkja í Svíþjóð hafi aukist. Áhugi þeirra snýr ekki síst að hernaðarlegum mannvirkjum og viðbúnaðarkefum og einnig að borgaralegri tækni sem hægt er að nýta í hernaði.

Erlend ríki hafa einnig leitast við að hafa áhrif á almenningsálitið í Svíþjóð með dreifingu falsfrétta og áróðurs. Einnig hefur verið staðið fyrir því að hafa áhrif á eðlilega virkni innviða. Til að mynda hefur GPS-staðsetningarkerfið við Eystrasalt orðið fyrir verulegum truflunum sem hefur haft áhrif á flugumferð í sænskri lofthelgi. Grunur leikur á að Rússar hafi staðið á bak við þetta.

Viðvaranir stjórnvalda byggja því á margvíslegum grunni en snúast ekki síst um að hafa þau áhrif á hugarfar almennings að fólk verði viðbúið því að stríð skelli á. Mats Knutsson segir að það skipti ekki síst máli fyrir viðbúnað Svíþjóðar að almenningur sé meðvitaður um hættuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd