fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Mbappe kemur Messi til varnar – ,,Fékk ekki þá virðingu sem hann á skilið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. janúar 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi fékk ekki nógu mikla virðingu sem leikmaður Paris Saint-Germain að sögn fyrrum liðsfélaga hans, Kylian Mbappe.

Messi spilaði með PSG í tvö ár en hann gekk í raðir liðsins frá Barcelona þar sem hann gerði garðinn frægan.

Messi er markahæsti leikmaður í sögu Barcelona og var lengi talinn besti leikmaður heims.

Eftir komuna til Frakklands fór ferill hans niður á við en hann vann þó heimsmeistaramótið með Argentínu í fyrra.

Mbappe lék með Messi hjá PSG en hann telur að Argentínumaðurinn hafi átt betra skilið í frönsku höfuðborginni.

,,Messi á skilið alla þá virðingu sem er í boði, sérstaklega í Frakklandi þá fékk hann ekki þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Mbappe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt