fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Pútín biðst afsökunar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 04:30

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá óvenjulegi atburður átti sér stað nýlega að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, bað þjóð sína afsökunar í sjónvarpi.  En afsökunin virðist ekki hafa haft nein áhrif á það vandræðaástand sem er uppi í landinu.

Eftir því sem Newsweek segir þá snýst þetta um verð á eggjum. Samkvæmt opinberum tölum þá hefur eggjaverð hækkað um 40% síðasta árið. AP hefur eftir sumum neytendum að verðið hafi gott betur en hækkað um 40%, það hafi rúmlega tvöfaldast.

Það fór ekki framhjá Rússum að eggjaverð er í hæstu hæðum því Pútín ræddi þetta í sjónvarpi og baðst afsökunar.

„Mér þykir þetta miður og biðst afsökunar á þessu. Þetta eru mistök ríkisstjórnarinnar. Ég held að ástæðan sé að við heimiluðum ekki innflutning nógu tímanlega. Þrátt fyrir að þeir segi að það sé ekki ástæðan, þá held ég að það sé ástæðan,“ sagði Pútín og bætti við: „Ég lofa að það verður bætt úr þessu ástandi í náinni framtíð.“

En það hefur ekki gengið eftir og egg hækkuðu um fjögur prósent til viðbótar í kringum jólin.

Þessi eggjakrísa hefur haft áhrif út fyrir veski neytenda því í síðustu viku var reynt að myrða forstjóra stærsta hænsnabúsins í Voronezh-héraðinu. Tveimur skotum var skotið á bíl hans. Hann slapp ómeiddur. Daginn áður hófu samkeppnisyfirvöld rannsókn á málum fjögurra eggjaframleiðenda í héraðinu vegna verðhækkana. Fyrrnefndur forstjóri er einmitt forstjóri eins af þessum fyrirtækjum.

Verðhækkanirnar má meðal annars rekja til hárrar verðbólgu og refsiaðgerða Vesturlanda vegna stríðsins í Úkraínu. Þetta hefur gert Rússum erfitt fyrir með að flytja inn sýklalyf og hænsnafóður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“