fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Heimagert vopn notað í „grófri og ófyrirleitinni“ árás á leigubílstjóra

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 17:10

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir ýmis brot. Þar á meðal að veitast að leigubílstjóra og spreyja kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. desember en var birtur í dag.

Ákæruatriðin voru fjögur talsins og játaði maðurinn brot sín skýlaust. Hið fyrsta laut að fjársvikum og ráni í leigubíl aðfaranótt 7. október árið 2021. Fékk hann leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi að öðrum stað í Reykjavík en bað hann að koma við í Holtagörðum.

Ætlaði maðurinn aldrei að greiða fyrir farið að fullu og hafði aðeins greitt fyrir lítinn hluta þess þegar átök brutust út. Veittist maðurinn að leigubílstjóranum og spreyjaði kryddvökva í andlitið á honum með heimagerðu úðavopni.

Að því loknu tók maðurinn spjaldtölvu leigubílstjórans og hljóp út úr bílnum með þýfið.

Gat ekki stjórnað bíl vegna neyslu

Hin brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir voru af ýmsu tagi. Eitt laut að því að hafa þann 11. ágúst árið 2022 stolið bíl og ekið um í Breiðholtinu áður en hann var stöðvaður af lögreglu. Kom þá í ljós að maðurinn var bæði próflaus og óhæfur um að stjórna bílnum.

Eftir blóðprufu kom í ljós að hann hafi verið undir áhrifum amfetamíns, kannabisefna og klónazepam (róandi bensólyf).

Innan við viku seinna, þann 17. ágúst, braut maðurinn aftur af sér. Þá spennti hann upp glugga í íbúð á ónefndum stað í Reykjavík og ruddist inn í heimildarleysi. Ekki kemur fram að maðurinn hafi stolið nokkru í íbúðinni.

Að lokum var hann dæmdur fyrir að hafa stolið úr verslun Nettó í Mjóddinni þann 25. júní síðastliðinn. Ekki kemur fram hvaða vörur það voru en upphæðin var ekki há, tæpar 5 þúsund krónur.

Lögreglustjóri krafðist þess að manninum yrði gert að sæta refsingu og að hann yrði sviptur ökurétti. Eins og áður segir játaði maðurinn brotin og voru þau því dómtekin án frekari sönnunarfærslu.

Langur brotaferill

Þrátt fyrir ungan aldur hefur maðurinn margsinnis áður hlotið dóma fyrir hegningarlagabrot. Síðast fjögurra mánaða dóm þann 18. desember, fjórum dögum fyrir uppkvaðningu þessa dóms, fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Í febrúar síðastliðnum hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm fyrir þjófnað, fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og eignaspjöll.

Áður hefur hann einnig verið dæmdur fyrir vopnalagabrot, gripdeild, hættubrot og brot gegn valdstjórninni svo eitthvað sé nefnt.

Þó að játningin hafi verið metin manninum til málsbóta verður að líta til hins langa brotaferils. Einnig var honum gerð refsiþynging fyrir árásina á leigubílstjórann sem er sögð „gróf og ófyrirleitin“ í dóminum.

Auk sjö mánaða óskilorðsbundins fangelsisdóms var manninum gert að greiða samanlagt tæpar 800 þúsund krónur í lögfræði og málskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum