fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Fékk hluta úr breskri sprengju í trollið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluti úr breskri sprengju sem notuð var í seinni heimsstyrjöldinni kom í veiðarfæri ísfisktogarans Bjargar EA 7 í gær er skipið var við veiðar á Rifsbanka, norður af Melrakkasléttu. Haft var samband við Landhelgisgæsluna sem staðfesti að brotið væri hluti af MARK XVII sprengju.

Þetta kemur fram á vef Samherja en þar segir að sprengjubrotið sé úr síðari heimstyrjöldinni. Árni Rúnar Jóhannesson skipstjóri segir í viðtali við Samherja:

„Við áttuðum okkur fljótlega á því að þetta væri hluti úr sprengju og settum okkur því í samband við Landhelgisgæsluna, sem ber að gera við slíkar aðstæður. Sérfræðingar þar úrskurðuðu strax að um væri að ræða hluta af MARK XVIII sprengju sem breski herinn beitti í síðari heimsstyrjöldinni. Við sendum Landhelgisgæslunni myndir af sprengjubrotinu og nákvæma staðsetningu á því hvar það kom í veiðarfærin.“

Fram kemur í fréttinni að engin hætta stafi af sprengjubrotinu. Skipstjórinn segir ennfremur:

„Það er annars ekkert grín að fá þessar gömlu sprengjur í veiðarfærin og um borð, lykilatriðið er hreyfa alls ekkert við þeim og allra síst að skila þeim aftur í hafið. Sem betur fer var þetta einungis hluti úr sprengju og engin hætta á ferðum. Við þurfum með öðrum orðum ekki að stíma í land, sem þarf að gera ef um er að ræða ósprungnar sprengjur.“

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“
Fréttir
Í gær

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna