fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Eistland annað landið í Austur-Evrópu til að leyfa giftingar samkynhneigðra

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 09:36

Það er stjórnarskrárbrot að heimila ekki hjónaband samkynhneigðra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag varð Eistland aðeins annað landið í Austur-Evrópu til að heimila giftingar samkynja para. Löggjöfin var samþykkt í sumar á eistneska þinginu með 55 atkvæðum gegn 34.

Þar með er Eistland orðið fyrsta landið af Eystrasaltsríkjunum til að heimila giftingar samkynhneigðra og fyrsta landið í fyrrum Sovétríkjunum.

„Þetta er mikilvæg stund og sýnir að Eistland er hluti af Norður-Evrópu,“ sagði Keio Soomelt, verkefnisstjóri Baltic Pride við breska dagblaðið The Guardian.

Frá árinu 2013 hafa samkynhneigðir geta gengið í staðfesta samvist eins og heimilt er í nokkrum öðrum löndum Austur-Evrópu. Flest lönd Vestur-Evrópu hafa heimilað giftingar samkynhneigðra en í austrinu eru það aðeins Eistland og Slóvenía.

Í mörgum löndum, svo sem Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu og Serbíu er það bundið í stjórnarskrá að hjónaband geti aðeins verið á milli karls og konu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum