fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þorvaldur telur dagaspursmál hvenær dregur til tíðinda nærri Grindavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 08:00

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að alveg eins megi búast við að eitthvað gerist varðandi jarðhræringar við Grindavík á næstu dögum en ekki sé hægt að segja til nákvæmlega hvenær það gerist.

Morgunblaðið hefur þetta eftir honum. Aðspurður um hversu erfitt sé að spá fyrir um hvar á að reisa varnargarð við Grindavík sagði hann það vera áskorun því aðstæðurnar á svæðinu breytist svo hratt.

Hann sagði að fyrir um átta árum hafi vinna hafist við að reikna út líklega gosstaði í náinni framtíð. Jarðfræðin og eldfjallafræðin á Reykjanesskaga hafi verið notuð til þessa sem og ákveðin tölfræði. „Svo kemur á daginn að það eru búin að vera fjögur gos á Reykjanesskaganum og þau voru öll inni á þessu svæði sem við töldum að yrði líklegt að myndi gjósa á,“ sagði hann.

Hvað varðar landrisið á Reykjanesskaga sagði hann að það virðist ekki hafa hægt á sér sem neinu nemi. „Við getum alveg búist við að eitthvað gerist, þó við getum ekki sagt nákvæmlega til um hvenær það gerist,“ sagði hann og bætti við að hann gruni að einhverjir dagar séu í að eitthvað gerist. „Þetta gæti dregist eitthvað inn í janúar ef landrisið fer ekki að hægja á sér. Þetta verður alltaf að mínu mati tiltölulega lítið gos, það getur verið aflmikið í byrjun eins og seinast en ef það verður aflminna en síðasta gos þá stendur það yfir lengur,“ sagði hann og gat þess einnig að eins og staðan er núna telji hann líklegast að það gjósi á svipuðum slóðum og síðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“