fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sakborningi í Samherjamáli synjað um afrit af gögnum – Varðar viðkvæm einkamálefni annarra

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 18:00

Saksóknari fékk stóran gagnapakka frá Namibíu í sumar. Sakborningur vildi fá afrit en ekki er búið að greina öll gögnin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Hérðasdóms Reykjavíkur um að embætti Héraðssaksóknara þurfi að afhenda gögn erlendis frá.

Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið fyrir þann 17. nóvember eftir að einn af einn af sakborningunum í Samherjamálinu skaut því þangað í lok október. Krafðist sakborningurinn, sem er ekki nefndur á nafn í dóminum, að felld yrði úr gildi ákvörðun saksóknara frá 26. október um að synja afhendingu á afriti nýrra gagna.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Héraðssaksóknara borist ný gögn frá Namibíu í tengslum við rannsókn á meintum mútu-, peningaþvættis- og auðgunarbrotum Samherja síðastliðið sumar.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll þann 6. desember,  segir að sóknaraðili í málinu hafi notið stöðu sakbornings við rannsóknina frá 23. júlí árið 2020. Er hann einn af níu einstaklingum sem fengið hafa stöðu sakbornings í málinu. Einnig eru tiltekin félög í eigu Samherja sakborningar í málinu. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms þann 15. desember.

Mikið af gögnum

Héraðssaksóknari óskaði eftir gögnum þann 17. október sem gætu haft sönnunargildi við úrlausn máls er varðaði meinta spillingu, mútur og peningaþvætti árin 2012 til 2019.

Eru þetta almennar upplýsingar eða bakgrunnsupplýsingar, svo sem fjölskylduupplýsingar um nafngreinda einstaklinga þar í landi, innbyrðis tengsl þeirra, upplýsingar um félög sem þeir sætu í stjórnum yfir eða væru eigendur að, upplýsingar um persónulegar eignir og fleira í þeim dúr.

Einnig var beðið um rafræn gögn úr farsímum og tölvum sem haldlögð voru, reikninga og fleiri gögn sem sína flæði fjármagns frá fyrirtækjasamsteypu Samherja til einstaklinga og embættismanna sem gætu hafa haft áhrif á ákvarðanatöku þeirra sem og fleiri gögn.

Þá var loks beðið um frumburðarskýrslur sakborninga og vitna og tilteknar sérfræðiskýrslur.

Viðkvæm einkamálefni

Í dóminum segir að sakborningar eigi rétt á að fá afrit af gögnum máls sem þá varðar. Hins vegar eigi hann ekki rétt á að fá afrit af öðrum gögnum. Þau sé hægt að sýna á skrifstofu að vissum skilyrðum uppfylltum, það er að þau varði sakborninginn sjálfan.

Þá geti lögregla ákveðið að synja því að veita aðgang að ákveðnum skjölum við ákveðnar aðstæður. Það er ef í húfi eru brýnir einkahagsmunir annarra eða samskipti við yfirvöld annars ríkis.

Enn þá er ekki búið að fara í gegnum gögnin, sem telja tugþúsundir blaðsíðna, og ákveða hvað teljist sem málsgögn og þá gegn hvaða sakborningum. Verði að veita saksóknara nokkuð svigrúm til að yfirfara og greina gögnin.

„Þá kom jafnframt fram af hálfu varnaraðila við munnlegan flutning málsins fyrir dómi að hluti þeirra gagna sem borist hafi varði viðkvæm einkamálefni annarra einstaklinga, sem ekki séu til rannsóknar hér á landi,“ segir í dóminum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“