fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Nýjustu málaliðar Pútíns eru hrottafengnir morðingjar og skrímsli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. september 2023 07:00

Yan Petrovsky.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. september 2014 sátu um 20 liðsmenn Rusich-hópsins fyrir hópi úkraínskra hermanna nærri Kharkiv í austurhluta Úkraínu. Þeir gerðu hrottafengna árás á Úkraínumennina og áður en yfir lauk höfðu þeir limlest um 40 manns og drepið. Því næst brenndu þeir líkin. Einnig bárust fregnir af því að fjöldi hefði sætt pyntingum.

Hópurinn birti fjölda mynda á samfélagsmiðlum þar sem félagar í honum sátu fyrir á myndum með brunnin lík og pyntuðu fórnarlömb sín. Illmennskan var algjör.

Aldrei hefur verið réttað yfir meðlimum hópsins en hann var settur á lista úkraínskra yfirvalda yfir hryðjuverkasamtök.

Leiðtogar hópsins eru Alexey Milchakov og Yan Petrovsky. Eins og DV skýrði frá í gær þá er Petrovsky nú í haldi Finna og veldur það Pútín miklum vanda.

Dularfull handtaka langt frá Moskvu er stór höfuðverkur fyrir Pútín

Fyrir þremur árum ræddi Milchakov níðingsverkin, sem voru framin sex árum áður, í viðtali sem var birt á Twitter. Þar sagði hann blákalt frá hvernig hann naut þess að skera eyrun af fórnarlömbunum og finna lyktina af brennandi líkum. Í kjölfarið lýsti Christopher Miller, blaðamaður Financial Times, Milchakov sem skrímsli.

Petrovsky bjó um árabil í Noregi þar sem hann starfaði sem húðflúrari og var virkur í samfélagi öfgahægrimanna. Hann var handtekinn 2016 og vísað úr landi.

Bæði Milchakov og Petrovsky börðust í Sýrlandi með Rusichi-hópnum. Samkvæmt skýrslu frá New America þá tóku þeir þátt í óhugnanlegum pyntingum á fanga sem var hlutaður í sundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“