fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Fordæmir aðgerðir lögreglu – „Lögregla sviptir fólk mannlegri reisn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. september 2023 14:54

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afstaða, félag fanga á Íslandi, hefur sent frá sér harðorða tilkynningu vegna aðgerða lögreglu í Flúðaseli í morgun. Þrír karlmenn voru þá handteknir en í frétt Vísis af málinu sést karlmaður leiddur burtu klæddur nærbuxum einum fata. Afstaða sakar lögregluna um að svipta fólk mannlegri reisn og segir aðgerðir lögreglu ekki í samræmi við verkferla. Tilkynning Afstöðu er eftirfarandi:

Lögregla sviptir fólk mannlegri reisn

Afstaða, félag fanga á Íslandi, fordæmir aðgerðir lögreglumanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem naut aðstoðar sérsveitarinnar ríkislögreglustjóra í Breiðholti í morgun. Það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi er ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og var umræddur einstaklingur sviptur mannlegri reisn sinni. Aðgerðir umræddra lögreglumanna eru ekki í samræmi við verkferla og hljóta að kalla á rannsókn hjá nefnd um eftirlit með lögreglu. Að mati Afstöðu þyrfti að ríkja mikil almannahætta til þess að vikið væri frá mikilvægum mannréttindum handtekinna, til dæmis ef eldur hefði verið laus í húsnæðinu, og þarna hlýtur því að vera um að ræða skipulagða aðgerð til þess að brjóta niður handtekið fólk. Það er ólíðandi og ósk Afstöðu að lögreglumenn fari að lögum og reglum í samfélaginu og virði mannréttindi samborgara sinna.

Rétt er að skoðað verði, í samræmi við 8. gr. reglna um nefnd um eftirlit með lögreglu nr. 222/2017 sbr. VII. kafla lögreglulaga, hvort lögregla hafi brotið á einstaklingnum þegar hann var fluttur á lögreglustöð á nærbuxum. Í því felst enda ómannúðleg og vanvirðandi meðferð sem lagt er bann við í 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 sbr. 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi á Íslandi sbr. lög nr. 62/1994. Engin ástæða er til þess að handteknum einstaklingum sé ekki gefið færi á að klæða sig eftir handtöku og gegn öllu almennu meðalhófi að flytja þá hálfnakta á lögreglustöð. Lögreglu ber enda við meðferð og rannsókn mála að gæta meðalhófs í aðgerðum sínum, sbr. almennu meðalhófsregluna í 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sbr. einnig 3. mgr. 53. gr. sakamálalaga nr. 88/2008. Samkvæmt henni skulu þeir sem rannsaka mál gæta þess að mönnum verði ekki gert meira tjón, óhagræði eða miski en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína