fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Við skiljum og erum svo sannarlega meðvituð um sorgina og sársaukann við það að takast ekki að eignast barn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. september 2023 13:00

Snorri Einarsson: Mynd-Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær fagnaði íslenska tæknifrjóvgunarfyrirtækið Livio því í Facebook-færslu að fram hefðu farið 5.000 eggheimtur á vegum fyrirtækisins. Hlaut fyrirtækið mikla gagnrýni fyrir færsluna frá fjölda kvenna, ekki síst í ljósi þess að ekki hafa allar frjósemismeðferðir fyrirtækisins borið árangur, og var færslan að lokum fjarlægð af Facebook-síðu fyrirtæksins.

Sjá einnig: Gagnrýna Livio harðlega – „Hræðilega smekklaust að fagna því að hafa haft yfir 3 milljarða af fólki með frjósemisvanda“

DV leitaði viðbragða og svara við gagnrýninni hjá Livio og nú hefur skriflegt svar borist frá Snorra Einarssyni yfirlækni fyrirtækisins. Svar Snorra fer hér á eftir í heild sinni:

„Eins og fram hefur komið fögnuðum við því og vöktum athygli á því á samfélagsmiðlum að við gerðum okkar fimmþúsundustu meðferð í vikunni.  Við fjarlægðum þessa færslu fljótlega þegar okkur varð ljóst af viðbrögðunum að það væru einstaklingar sem fannst þetta særandi.

Þrátt fyrir að flestum takist að eignast sitt langþráða barn með aðstoð tæknifrjóvgana þá er það því miður ekki þannig að hægt sé að tryggja öllum þungun eða barn. Við erum mjög stolt af þeim góða árangri sem meðferðir á deildinni okkar skila og tekur sárt að sjá ummæli sem gefa í skyn að við séum ósanngjörn í verðlagningu okkar eða, það sem verra er, jafnvel sökuð um græðgi.  Rekstur tæknifrjóvgunardeildar er mjög kostnaðarsamur. Þetta er hátækni heilbrigðisþjónusta sem krefst hámenntaðs og reynslumikils starfsfólks, hátæknibúnaðar og sérútbúins húsnæðis. Þar að auki þurfum við að bjóða upp gott aðgengi og stuttan biðtíma  þar sem hækkandi aldur og bið eru óhagstæð fyrir frjósemina.  Meðferðir okkar eru verðlagðar með það í huga að standa undir ofangreindu og viðhalda og bæta okkar góða meðferðarárangur.  Miðað við önnur lönd í Evrópu er verð á meðferðum á Íslandi undir meðallagi og það er markmið okkar að halda því þannig.

Þegar við höldum uppá að hafa framkvæmt 5000 meðferðir fjallar það að sjálfsögðu um svo miklu meira en bara ”meðferðir”.  Það fjallar um umhyggju okkar gagnvart yfir 4000 skjólstæðingum sem hafa leitað til okkar eftir aðstoð við að uppfylla drauma sína. Það fjallar líka um þá miklu vinnu og líf og sál sem starfsfólk okkar leggur í að sinna skjólstæðingunum,  ekki síst þegar meðferðirnar ganga ekki sem skyldi.

Við skiljum og erum svo sannarlega meðvituð um sorgina og sársaukann við það að takast ekki að eignast barn. Við hittum á hverjum degi skjólstæðinga sem af ólíkum ástæðum berjast af öllum krafti við að verða foreldrar.  Við berjumst með þeim alla daga og gleðjumst jafn innilega þegar vel gengur eins og við syrgjum þegar brekkan er brött.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“