fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Segir að Úkraína hafi átta vikur til að ná góðum árangri í gagnsókn sinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 04:05

Hér gefast rússneskir hermenn upp fyrir úkraínskum hermönnum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstu átta vikur eru afgerandi fyrir hvernig stríðið í Úkraínu endar. Ástæðan er að í sjónmáli er óstöðugleiki í skipan heimsmála vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári. Niðurstaða þeirra gæti breytt stuðningnum við Úkraínu og af þeim sökum skiptir miklu máli hvaða árangri Úkraínumenn ná á vígvellinum á næstu átta vikum.

Þetta sagði Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann, í fréttaþættinum „Lippert“ á TV2 News.

Hann sagði að Úkraínumenn hafi að hámarki átta vikur til viðbótar til að ná því sem hann kallar „mikilvægum“ árangri í sókn sinni aftur fyrir varnarlínur Rússa.

Þegar kemur fram í byrjun desember munu veður og ófærð takmarka möguleikana á sóknaraðgerðum og þegar það fer að vora á næsta ári er stutt í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin eru það ríki sem hefur lagt mest af mörkum til Úkraínu í baráttunni gegn rússneska innrásarhernum.

„Enginn getur sagt með vissu hvern niðurstaða bandarísku kosninganna verður. En samt sem áður er hætta á að stuðningurinn við Úkraínu, sem Bandaríkin eru í fararbroddi fyrir, verði valtur í sessi. Það er aðallega það sem Rússar sitja og bíða eftir,“ sagði Mathiesen.

Hann sagðist ekki sjá þess nein merki að Úkraínumenn séu að ná „mikilvægum“ árangri á vígvellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil