fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Árni læknir með yfirlýsingu: Annaðhvort segir Mogginn upp Davíð eða hann segir upp Mogganum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. september 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Tómas Ragnarsson læknir segist lengi hafa haldið tryggð við Moggann, jafnvel eftir að honum fór að mislíka ýmislegt í blaðinu og skoðanir hans fóru ekki saman með boðskap blaðsins. En núna er honum nóg boðið. Hann krefst þess að Davíð Oddsson víki úr ritstjórastóli.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Árna á Vísir.is en þar segir:

„En nú er Davíð ekki aðeins áróðursmeistari fiskikónganna með sín svimandi háu laun, heldur er hann orðinn svo svívirðilega orðljótur og öfgafullur í garð margra góðra manna, ekki síst Dags borgarstjóra hérna heima, sem hann ofsækir, heldur líka Biden, forseta helstu vinaþjóðar okkar, frú Merkel fyrrverandi kanslara og Scholz núverandi kanslara Þýsklands, sem meiddi sig í auganu, en Davíð hæðist að honum fyrir það og kallar hann eineygða forsetann af því að hann datt og slasaðist á auga og gengur með lepp fyrir auganu. Hann kallar Scholz kanzlara Þýskalands (önnur helsta vinaþjóð okkar) „Scholz með leppinn”, sem vill nú endilega, að minnsta kosti „með öðru auganu“…. gera hitt og þetta. Síðar kallar hann Olaf Scholz kanslara „Ólaf eineygða” (fyndið a la Davíð Oddsson).“

Árni heldur áfram að rekja skrif Davíðs sem honum þykja vera fyrir neðan allar hellur:

„Þegar saudi-arabíski blaðamaðurinn var drepinn af mönnum arabíska olíuprinsins fyrir fáum árum, síðan leystur upp í sýrubaði og hellt niður um skólpið, þá neitaði Davíð því að þetta hefði gerst því prinsinn var vinur Trumps. Hann sagði þetta vera lygar frá fréttamönnum RÚV eins og svo oft áður. Allir þjóðarleiðtogar heims og fjölmiðlar fordæmdu þennan verknað, en ekki Davíð frekar en nokkrir ofstækisfullir arabar. Ég skrifaði um þetta grein í Moggann, en hún var ekki birt.“

Árni segir að tími Davíðs sé löngu liðinn. Hann sé ekki fyndinn lengur en sé bara með andstyggilegan húmor. Árni hvetur Davíð til að víkja:

„Þannig að annað hvort segi ég upp Mogganum eða Mogginn segir Davíð upp. Sunnudagsbréfið um helgina fyllti mælinn á yfirgengilegan hátt. Hættu Davíð, hættu!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands