Í síðustu viku var félagsfræðingurinn og rithöfundurinn Boris Kagarlitsky hnepptur í gæsluvarðhald til 24. september. Hann er sakaður um að hafa hvatt til hryðjuverka.
Í maí var leikstjórinn Yevgenyia Berkovits handtekin, sökuð um að réttlæta hryðjuverk í tengslum við verðlaunað leikrit um rússneskar konur sem eru, með aðstoð spjallrása á Internetinu, fengnar til að giftast öfgasinnuðum íslamistum í Sýrlandi.
Pútín var spurður út í mál þeirra á fréttamannafundinum.
„Það er 2023 og Rússland á í vopnuðum átökum við nágrannaríki. Ég tel að við þurfum að hafa ákveðnar skoðanir á fólki sem skaðar okkur innanlands. Við verðum að muna, að til að við getum náð árangri, einnig á átakasvæði, verðum við öll að fylgja ákveðnum reglum,“ sagði hann.
Hann sagðist ekki þekkja Kagarlitsky og Berkovits. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þessi nöfn og ég skil ekki alveg þau gerðu eða hvað var gert við þau. Ég er bara að segja þér frá almennum skoðunum mínum á þessu vandamáli,“ sagði hann einnig.