fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Domino´s setti met í sölu í gær

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 09:36

Magnús Hafliðason forstjóri Domino´s á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni 30 ára afmælis Domino´s á Íslandi bauð fyrirtækið upp á sama matseðil og sömu verð og þegar starfsemin hófst árið 1993.

Eftirspurnin var slík að starfsfólk lenti í vandræðum með að afgreiða allar pantanir og fyrirtækið neyddist til að loka fyrir allar pantanir kl. 18:30 í gærkvöldi.

Sjá einnig: Dominos lokar öllum veitingastöðum vegna mikillar ásóknar í afmælistilboð

Í tilkynningu frá Domino´s á Íslandi segir að eftirspurnin hafi verið slík að aldrei í 30 ára sögu félagsins hafi annað eins sést. Þrátt fyrir mikinn  undirbúning hafi verið nauðsynlegt að loka fyrir pantanir frá kl. 18:30 og reyna að tryggja að þeir sem pantað höfðu á þeim tíma myndu fá sínar pantanir afhentar. Segir ennfremur að reikna megi með því að um það bil fjórði hver landsmaður hafi gætt sér á Domino’s Pizzu í gær.

Gærdagurinn var okkar stærsti dagur frá upphafi, jafnt í fjölda pantana sem og fjölda pizza. Við reiknuðum með verulega sterkum degi sem yrði í takt við okkar sterkustu föstudaga í Megaviku og rúmlega það. Salan var langt umfram þær væntingar og magn pantana á einum degi einsdæmi á okkar 30 árum. Við hörmum langa bið og að allir hafi ekki náð að panta en á endanum urðum við einfaldlega uppiskroppa með pizzadeig. Starfsfólk okkar á hrós skilið fyrir að standa sig einstaklega vel í erfiðum aðstæðum en við búum að einhverjum öflugasta hópi starfsfólks innan Domino’s kerfisins á heimsvísu.segir Magnús Hafliðason forstjóri Domino‘s á Íslandi.

Að lokum segir í tilkynningunni að vegna mikillar eftirspurnar megi reikna með að einhverjar vörur verði ekki fáanlegar í dag, fimmtudag. Í næstu viku mun Domino’s halda áfram að fagna 30 ára afmælinu með sérstakri afmælis Megaviku þar sem bryddað verður upp á ýmsu óhefðbundnu, segir í tilkynningunni að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar