fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Íslenska óperan segir lítið samráð haft við hana um framtíð óperuflutnings á Íslandi

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 10:03

Frá uppsetningu Íslensku óperunnar, árið 2016, á Don Giovanni eftir Mozart. Skjáskot:Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar, þar á meðal DV sögðu í gær frá bréfi formanns stjórnar Íslensku óperunnar, Péturs J. Eiríkssonar, til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra. Í bréfinu kemur fram að stofnuninni hafi verið tilkynnt að framlögum ríkisins til hennar verði hætt og að öllu óbreyttu sjái Íslenska óperan ekki fram á annað en að þurfa að hætta starfsemi.

Sjá einnig: Íslenska óperan sögð neyðast til að hætta starfsemi

Íslenska óperan segir einnig að stjórnvöld hafi ekki haft mikið samráð við stofnunina um framtíð óperuflutnings á Íslandi.

Tillögur um þjóðaróperu sem stefnt er að því koma á laggirnar liggja enn ekki fyrir og, menningar- og viðskiptaráðuneytið, segir í tilkynningu að það sé ekki rétt að framlögum til Íslensku óperunnar verði hætt áður en búið sé að móta framtíð óperustarfsemi hér á landi. Ráðuneytið segist hafa átt í nánu samtali við forsvarsmenn Íslensku óperunnar um fjármögnun hennar á þessu og næsta ári.

Í tilkynningu frá Íslensku óperunni kemur fram að hún vilji árétta að staðan snúist ekki um hvort aðgerðir ráðuneytisins komi stofnuninni á óvart heldur að þær séu ekki í samræmi við þau markmið sem lögð voru til grundvallar þ.e. að ríkisrekin þjóðarópera [Íslenska óperan er sjálfseignarstofnun, innsk. fréttamanns] yrði byggð á Íslensku óperunni með það að markmiði að standa vörð um þau menningarverðmæti og arfleifð sem þar hafi orðið til á löngum tíma og tryggja samfellu í starfseminni.

Um sé að ræða einhliða ákvörðun ráðuneytisins og mjög takmarkað samráð haft við Íslensku óperuna varðandi með hvaða hætti best væri að standa að þessu ferli á farsælan hátt. Þá hafi sviðsmyndir þær sem verið sé að vinna hjá ráðuneytinu og hafi verið kynntar fyrir fulltrúum listamanna aldrei verið kynntar fyrir Íslensku óperunni, svo það sé ekki rétt að þetta ferli sé unnið í náinni samvinnu við stofnunina. Stofnunin hafi einnig búið við mikla óvissu á undanförum árum og oftar en ekki starfað án samnings við ráðuneytið, sem skapað hafi mikla óvissu og óöryggi.

Upphæðin sem ráðuneytið taki fram í tilkynningu sinni að Íslensku óperunni verði úthlutað á þessu og næsta ári, þ.e. 334 milljónir króna, sé samanlögð upphæð framlags þessa árs sem búið sé að greiða og verkefnastyrks sem úthlutað verður til sviðsetningar á óperunni Agnes haustið 2024. Þetta fjármagn dugi ekki til þess að halda stofnuninni starfandi, svo hún leggist óhjákvæmilega af löngu áður en möguleg þjóðarópera sem er í undirbúningi tekur til starfa. Þetta telur Íslenska óperan vera mjög vanhugsaða ákvörðun og mikið menningarslys.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns