Þetta sagði Christopher Steele, fyrrum liðsmaður bresku leyniþjónustunnar, í samtali við Sky News. „Það sem við sjáum, er í raun árás á frjáls viðskipti. Pútín hefur að markmiði að ráðast á heimsmarkaðinn og hvernig hann virkar. Rússar hafa að mestu gefið upp vonina um að geta sigrað á hernaðarlega sviðinu í hefðbundnum skilningi þess hugtaks,“ sagði hann.
Rússar hafa hert árásir sína á hafnarborgina Odesa og nærliggjandi hafnarborgir/bæi í suðurhluta Úkraínu. Skotmörkin hafa meðal annars verið kornsíló og innviðir á hafnarsvæðunum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að það hafi einkennt þessar árásir að þær hafi verið gerðar á grunni lélegra upplýsinga og lítillar getu til að hæfa skotmörkin.
Eins og kom fram í umfjöllun DV fyrr í vikunni þá skutu Rússar hugsanlega sjálfa sig í fótinn með því að draga sig út úr kornsamningnum.