fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Rússar sagðir hafa gefið upp vonina um að geta unnið hernaðarlegan sigur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 09:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa að mestu gefið upp vonina um að geta unnið hernaðarlegan sigur í stríðinu í Úkraínu. Þeir hafa því dregið sig út úr samstarfinu um kornútflutning og gera nú harðar árásir á skotmörk sem teljast ekki mikilvæg hernaðarlega. Með þessu reyna þeir að hæfa skotmörk sem þrýsta á annan hátt á Úkraínu og alþjóðasamfélagið.

Þetta sagði Christopher Steele, fyrrum liðsmaður bresku leyniþjónustunnar, í samtali við Sky News. „Það sem við sjáum, er í raun árás á frjáls viðskipti. Pútín hefur að markmiði að ráðast á heimsmarkaðinn og hvernig hann virkar. Rússar hafa að mestu gefið upp vonina um að geta sigrað á hernaðarlega sviðinu í hefðbundnum skilningi þess hugtaks,“ sagði hann.

Rússar hafa hert árásir sína á hafnarborgina Odesa og nærliggjandi hafnarborgir/bæi í suðurhluta Úkraínu. Skotmörkin hafa meðal annars verið kornsíló og innviðir á hafnarsvæðunum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að það hafi einkennt þessar árásir að þær hafi verið gerðar á grunni lélegra upplýsinga og lítillar getu til að hæfa skotmörkin.

Eins og kom fram í umfjöllun DV fyrr í vikunni þá skutu Rússar hugsanlega sjálfa sig í fótinn með því að draga sig út úr kornsamningnum.

Segir að Rússar hafi hugsanlega skotið sjálfa sig í fótinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“