fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingur sýknuð af ásökun um að hafa banað sjúklingi á geðdeild – Málinu þó ekki lokið því ríkissaksóknari hefur áfrýjað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur gefið út áfrýjunarstefnu í máli hjúkrunarfræðings sem nýlega var sýknuð í Héraðsdómi af ákæru um manndráp. Frá þessu greinir RÚV. Var hjúkrunarfræðingnum gert að sök að hafa af ásetningi banað sjúkling geðdeildar Landspítalans með því að þvinga ofan í hann tveimur næringardrykkjum, en sjúklingurinn lést í kjölfarið og var dánarorsök köfnun þar sem drykkirnir höfnuðu í öndunarfærum.

Hjúkrunarfræðingurinn hefur neitað sök í málinu og vísað til þess að staðið hafi í sjúklingnum og hún hafi verið að beita tiltekinni aðferð til að bjarga lífi hans. Ástandið á geðdeildinni hafi verið erfitt, hún sjálf hafi verið að vinna 19 vaktir á 16 dögum, það var mannekla og mikil þreyta.

Dómari í héraði taldi ljóst að ekki hefði hjúkrunarfræðingurinn nálgast umræddan sjúkling að nærgætni þennan örlagaríka dag. Sú aðferð sem hún hafi vísað til að hafa beitt sé vissulega þekkt, þó svo ekki sé um að ræða hefðbundin viðbrögð við köfnum vegna aðskotahlutar. Hjúkrunarfræðingurinn hafi þó ekki beitt þessari aðferð rétt, en í henni felist að hella drykk rólega ofan í sjúkling en ekki af þeim ofsa sem var beitt þennan tiltekna dag.

Tók dómari sérstaklega fram í niðurstöðu sinni að málið hafi ekki verið flutt fyrir héraðsdómi með slíkum hætti að manndráp af gáleysi kæmi til greina og þar sem ekki var talið sannað að hjúkrunarfræðingurinn hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi, heldur þvert á móti benti flest til þess að hún hafi verið að reyna að bjarga honum, þá bæri að sýkna hana af ákærunni.

Sú ákvörðun ríkissaksóknara að ákæra yfir höfuð í málinu hefur verið nokkuð umdeild. Hafa heilbrigðisstarfsmenn gagnrýnt að þarna sé hjólað í manneskjuna, eða hjúkrunarfræðinginn, þegar raunveruleg orsök harmleiksins hafi verið staðan í heilbrigðiskerfinu og starfsaðstæður á Landspítalanum. Eins hefur verið bent á að ákæra á við þessa geti leitt til þess að fólk sæki síður í störf innan heilbrigðisgeirans sem sé ekki á ástandið bætandi þegar flótti úr þeim stéttum, eða flótti af þeim vettvangi á Íslandi, hefur þegar verið mikill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“