fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vettvangsrannsókn lokið á Austurlandi og flugvélin fjarlægð – Voru við hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vettvangsrannsókn lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) í tengslum við flugslys á sunnudag þar sem þrír létust, hófst í kjölfar þess að vélin fannst eftir tveggja stunda leit úr lofti og á láði. Rannsókn stóð yfir það kvöld og fram til morguns. Hún hélt svo áfram í gær seinnipartinn.

Sjá einnig: Flugslysið á Austurlandi – Hin látnu öll íslensk

Vettvangsrannsókn telst nú lokið, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Flugvélin var því í gærkvöldi flutt af slysstað með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu og síðan landleiðina í húsakynni RNSA á höfuðborgarsvæðinu. Úrvinnsla gagna og öflun heldur áfram og mun sú vinna mun taka nokkurn tíma. Ekki er vitað um orsakir slyssins.

Samkvæmt heimildum DV var um vinnuferð að ræða vegna hreindýratalningar, sem fer fram ár hvert í júlímánuði, en auk flugmanns voru tveir vísindamenn um borð í vélinni.

Minningarstund sem verður í Egilsstaðakirkju í dag klukkan 18. Eru þeir sem eiga um sárt að binda vegna þessa hörmulega slyss hvattir til að leita sér áfallarhjálpar sem í boði er. 

Sjá einnig: Minningarstund í Egilsstaðakirkju vegna flugslyssins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“