fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

NATO-aðild Svía verður rædd á leiðtogafundi NATO í júní

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. júní 2023 08:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkir hafa fram að þessu komið í veg fyrir að Svíar fái aðild að NATO. Leiðtogar NATO funda síðar í mánuðinum og er þá vonast til að Tyrkir láti af andstöðu sinni og Svíar fái aðild. Áður en sá fundur verður haldinn munu fulltrúar Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands hittast til að ræða aðildarumsókn Svía.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, skýrði frá þessu á sunnudaginn eftir að hafa fundað með Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta, í Istanbúl.

Finnar og Svíar sóttu um aðild að NATO um miðjan maí á síðasta ári í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Finnar fengu aðild í byrjun apríl eftir að Tyrkir gáfu grænt ljós á aðild þeirra.  Þeir hafa hins vegar ekki enn fallist á aðild Svía vegna þess að þeir telja Svía styðja við bakið á kúrdískum hryðjuverkamönnum.

Erdogan hefur einnig gagnrýnt Svía fyrir að framselja ekki fjölda aðila sem Tyrkir telja tengjast herskáum Kúrdum og misheppnaðri valdaránstilraun 2016.

Stoltenberg hefur hvatt Tyrki til að láta af andstöðu sinni við aðildarumsókn Svía og segir að þeir hafi tekið stór skref til að koma til móts við Tyrki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Í gær

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“