fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Læknir lýsir skelfilegri meðferð á svínum á Íslandi – „Ferlið er alger hrollvekja í raun“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. júní 2023 11:00

Rósa Líf Darradóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Líf Darradóttir læknir fer hörðum orðum um aðferðir við slátrun svína á Íslandi. Birtir hún pistil um málið á Vísir.is.

Segir Rósa að þeir sem standi að svínaslátrun láti að því liggja að ferlið sé mannúðlegt en svo sé ekki í raun:

„En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna.“

Rósa segir að hagsmunaöfl haldi upplýsingum frá neytendum og aftengi hann við uppruna vörunnar. Hún hvetur neytendur til að velja ofan í matarkörfuna með þetta í huga:

„Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna.“

Rósa segir að gösun sé algengasta aðferðin við slátrun svína á Íslandi. Aðferði valdi ótta, streitu og sársauka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast